Kæru foreldrar/forráðamenn

Fimmtudaginn 10. desember verður haldin jólakvöldvaka í skátaheimilinu fyrir alla skáta félagsins. Kvöldvakan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30, aðrir fundir þá vikuna falla niður.
Eftir jólakvöldvökuna hefst jólafrí hjá skátunum en starfið hefst á nýju ári þann 4. janúar 2016.
Þeir félagar sem ekki hafa vígst sem skátar verða vígðir á kvöldvökunni og verða því að koma með skátaklút með sér. Skátaklútar fást á skrifstofu skátafélagsins og kosta 1.500 kr.

Sjáumst hress á kvöldvöku!

Categories: Fréttir