Skátadaginn 22. febrúar nk, ætlum við að halda kvöldvöku í skátastíl í skátaheimilinu Bakka í Kópavogi.
Við minnumst stofnanda skátahreyfingarinnar Sir Robert Baden Powells og konu hans Olave, Lady Baden-Powell en þau voru einmitt fædd 22. febrúar.
Öllum gildisskátum á landinu, sem eiga heimangengt, er boðið á kvöldvökuna ásamt félögum í öðrum formlegum og óformlegum hópum skáta.
Kvöldvakan hefst kl. 20:00
Frábærir stjórnendur og tónlistarfólk stjórna skátasöngvum.
Gert er ráð fyrir að kvöldvakan standi í um klukkustund.
Að lokinni kvöldvöku verður boðið skátakakó