Fimmtudaginn 22. mars verður haldið páskabingó sem fjáröflun fyrir hóp Kópa sem ætla á skátamótið Blair Atholl í Skotlandi í sumar. Bingóið verður haldið í sal Álfhólsskóla (Digranes) og hefst klukkan 18.

Spjöld kosta 500 kr og greiða verður með peningum þar sem ekki verður posi á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flesta