Fjáröflunarhópurinn stendur nú fyrir sölusöfnun!

Skátunum er boðið upp á að selja ýmiskonar varning t.d. kerti, klósett- og eldhúspappír.
Sölusafnanir eru settar upp reglulega til að skátarnir í félaginu geti safnað fyrir skátastarfinu sínu. 
Um að gera að taka þátt og safna fyrir þeim skátamótum sem við stefnum á að taka þátt í í sumar Drekaskátamóti, Landsmóti  eða fyrir Bair Atholl!
Einnig geta skátar safnað almennt fyrir skátastarfinu sínu, útilegum, búnaði og slíku.

Það er enginn skyldugur að taka þátt en það er öllum velkomið. Hagnaði sölusöfnunar heldur skátinn eftir og greiðir eingöngu raunkostnaðinn til skátafélagsins.

Við vonum að ykkur gangi vel og minnum á að skila þarf inn pönntunum fyrir klukkan 22:00 sunnudaginn 13.mars hérna.

Vörurnar verða svo afhentar á milli 18:00 og 20:00 fimmtudaginn 17. mars í skátaheimilinu. Þegar vörur eru sóttar verður uppgjörsblað afhent með upplýsingum um hagnað og hvert á að greiða kostnaðinn af keyptum vörum, en greiða þarf í síðasta lagi 24. mars.

Upplýsingar um fjáröflun voru sendar út á netfang forráðamanna skáta, þeir sem hafa ekki fengið slíkar upplýsingar geta spurst fyrir hjá starfsmönnum Kópa, kopar@kopar.is

Categories: Fréttir