Siðastliðna helgi lögðu vaskir skátar úr Róversveitinn Atóm leið sína upp á Hellisheiði.

Þar er staðsettur annar af skátaskálum félagsins, Bæli. Helgin var nýtt í að skoða stjörnurnar, spila, spjalla og hafa gaman að skáta sið. Á sunnudag var leiðindaveður svo að það var notalegt að vera inni og gera stórhreingerningu áður en kom að heimför. Skálinn er því nýþveginn og tilbúinn að taka á móti hressum skátum í vetur!

Categories: Fréttir