Það hefur varla farið fram hjá neinum að sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku. Þetta er risa dagur í starfinu okkar og þarf margar duglegar hendur til svo að vel megi fara. Skemmst er frá því að segja að dagurinn heppnaðist frábærlega.
Glæsileg fánaborg leiddi skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna og þar tóku skemmtiatriði og hoppukastalar á móti öllu fólkinu en mikill fjöldi Kópavogsbúa mætti á hátíðarhöldin. Eftir tiltekt í Fífunni beið Skátagildið með kvöldvöku í skátaheimilinu þar sem m.a. voru veitt ársbilamerki.