Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur og sig, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Um er að ræða viku námskeið, frá mánudegi til föstudags. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára fædd 2005 til 2009.

Námskeiðineru frá kl. 09.00 – 16.00 og boðið eru upp á á milli 08.00 – 09.00 og kl. 16.00 – 17.00 en greiða þarf aukalega fyrir hana.

Þátttakendur þurfa að koma klædd eftir veðri, gert er ráð fyrir útiveru alla dagana. Eins þurfa þátttakendur að vera vel nestaðir fyrir langan dag.

Námskeiðsvikur í júní:
Námskeið 1: 12. júní – 16. júní
Námskeið 2: 19. júní – 23. júní
Námskeið 3: 26. júní – 30. júní
Námskeiðsvikur í júlí:
Námskeið 4: 03. júlí – 07. júlí
Námskeið 5: 10. júlí – 14. júlí
Námskeið 6: 17. júlí – 21. júlí
Námskeið 7: 24. júlí – 28. júlí

Námskeiðsvikur í ágúst:
Námskeið 8: 14. ágúst – 18. ágúst

Þátttökugjöld
Útilífsnámskeið hver vika 14.500 kr. Systkinaafsláttur er 10%. Gjald fyrir gæslu er 3.000 kr.

Skráning fer fram í gegnum skatar.felog.is Fyrirspurnir er hægt að senda á Útilífsskóla Kópa, facebook síðu eða í síma 554 – 4611

Forstöðumaður er Kristín Kristinsdóttir

Heimilisfang: Digranesvegur 79
Póstnúmer: 200 Kópavogur
Sími: 554 4611 / Gsm: 899 8491

Netfang: utilifsskoli@kopar.is

Categories: Fréttir