Kópar auglýsa eftir skólastjóra og leiðbeinendum í Útilífsskólann í sumar.

Skólastjóri Útilífsskóla Kópa

Skátafélagið Kópar auglýsir eftir skólastjóra Útilífsskóla Kópa sumarið 2018. Í boði er skemmtilegt starf með duglegu starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára.

Helstu verkefni skólastjóra eru:

 • Skipuleggja námskeiðin
 • Halda utan um skráningar
 • Foreldrasamskipti
 • Dagleg stjórnun
 • Fleira tilfallandi

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni
 • Áhugi
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Hafa náð 22 ára aldri
 • Reynsla á stjórnun er kostur
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is en athygli er vakin á því að einnig þarf að sækja um sumarstarf á vef Kópavogsbæjar undir heitinu „Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðum“. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2018

Frekari upplýsingar veitir Hreiðar Oddsson, hreidar@kopar.is

 

Leiðbeinandi í Útilífsskóla Kópa

 

Skátafélagið Kópar auglýsir eftir leiðbeinendum í Útilífsskóla Kópa sumarið 2018. Um er að ræða skemmtilegt sumarstarf með frábæru starfsfólki og skemmtilegum krökkum á aldrinum 8-12 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð leiðbeinanda eru:

 • Þáttaka og leiðsögn í hópastarfi barna á vettvangi
 • Frágangur og þrif í lok hvers dags samkvæmt ákvörðun skólastjóra.

Hæfniskröfur:

 • Umburðarlyndi, jákvæð hvatning og leikgleði
 • Reynsla af starfi með börnum æskileg
 • Vera 18 ára á árinu (fædd 2000 eða fyrr)

Umsóknir skulu berast á stjorn@kopar.is en athygli er vakin á því að einnig þarf að sækja um sumarstarf á vef Kópavogsbæjar undir heitinu „Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðum“. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2018