Skátafélagið Kópar stendur að hátíðarhöldum sumardaginn fyrsta í Kópavogi:
Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá nú sem endranær.
Dagskráin hefst klukkan 13.30 með skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna.
Frá 14.00 til 16.00 verður fjölskylduskemmtun í Fífunni.
Þar verða hoppukastalar og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Þar má helst nefna Leikhópinn Lottu, tónlistaratriði frá söngvakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi og Einar Einstaki töframaður.
Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp sitt og Skólahljómsveitin spilar nokkur lög.
Hlökkum til að sjá sem flesta koma og fagna nýju sumri með okkur!
Categories: Fréttir