Sunnudaginn 5. mars var drekaskátadagurinn haldinn fyrir alla drekaskáta á höfuðborgarsvæðinu. Samtals mættu 22 drekaskátar ásamt 5 foringjum.
Dagurinn fór fram við Rauðavatn og veðrið var alveg frábært. Við byrjuðum á því að labba í kringum helminginn af vatninu en þegar flestir voru orðnir þreyttir á því þá fórum við þvert yfir vatnið. Vatnið var alveg frosið og voru margir að skauta á svellinu. Upplifunin var mjög skemmtileg og var bros á hverjum einasta drekaskáta á leiðinni yfir.
Þegar við vorum komin yfir vatnið fórum við í póstaleik en verkefnin voru misjöfn, sem dæmi má nefna var farið í kimsleik, búið til listaverk úr snjónum og samvinnuleikur.
Að póstaleiknum loknum fengum við heitt kakó og kex og löbbuðum svo til baka þar sem foreldrar komu og sóttu skátana sína.
Við foringjarnir vorum rosalega ánægð með daginn og vonum að allir drekaskátarnir hafi verið það líka 🙂
Fleiri myndir frá deginum eru á facebook síðu skátafélagsins í sér albúmi sem heitir Drekaskátadagurinn 2017.