­

Drekaskátadagurinn í frábæru veðri!

Sunnudaginn 5. mars var drekaskátadagurinn haldinn fyrir alla drekaskáta á höfuðborgarsvæðinu. Samtals mættu 22 drekaskátar ásamt 5 foringjum. Dagurinn fór fram við Rauðavatn og veðrið var alveg frábært. Við byrjuðum á því að labba í kringum helminginn af vatninu en þegar flestir voru orðnir þreyttir á því þá fórum við þvert yfir vatnið. Vatnið var alveg frosið og voru margir að skauta á svellinu. Upplifunin var mjög skemmtileg og var bros á hverjum einasta drekaskáta á leiðinni yfir. Þegar við vorum komin yfir vatnið fórum við í póstaleik en verkefnin voru misjöfn, sem dæmi má nefna var farið í kimsleik, búið til listaverk úr snjónum og samvinnuleikur. Að póstaleiknum loknum fengum við heitt kakó og kex og löbbuðum svo til baka þar sem foreldrar komu og sóttu skátana sína. Við foringjarnir vorum rosalega ánægð með daginn og vonum að allir drekaskátarnir hafi verið það líka :) Fleiri myndir frá deginum eru á facebook síðu skátafélagsins í sér albúmi sem heitir Drekaskátadagurinn 2017.  

Drekaskátadagurinn

  Drekaskátadagurinn verður haldinn sunnudaginn 5. mars næstkomandi þar sem allir drekaskátar á höfuðborgarsvæðinu hittast og fara saman í póstaleik. Að þessu sinni heldur skátafélagið Árbúar utan um daginn og auðvitað ætlum við í Kópum að fjölmenna. Mæting er við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa og endar dagurinn á sama stað. Dagurinn byrjar stundvíslega 13:30 og er því mikilvægt að allri séu komnir þá og tilbúnir í leikinn. Dagskráin er svo búin klukkan 16:00. Allir þurfa að vera búnir að borða hádegismat þegar þeir mæta en boðið verður upp á kakó og kex. Við verðum úti allan tímann svo það er mjög mikilvægt að allir mæti klæddir til þess að vera úti :) Mikilvægt er að skrá drekaskátana inn á https://skatar.felog.is/ Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband við okkur á drekaskatar@kopar.is 

Jólakvöldvaka 8. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 8. desember verður haldin jólakvöldvaka í skátaheimilinu fyrir alla skáta félagsins. Kvöldvakan hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30. Hefðbundið fundarstarf verður út miðvikudaginn 7. desember. Eftir jólakvöldvökuna  hefst jólafrí en starfið hefst aftur á nýju ári þann 9. janúar. Sjáumst hress á kvöldvökunni fimmtudaginn 8. desember !  

Vígsla drekaskáta 12. nóvember

12. nóvember síðastliðinn vígðust 17 drekaskátar inn í félagið okkar og fengu sinn fyrsta skátaklút. Drekaskátarnir stóðu sig rosalega vel og voru glöð með að fá loksins klútinn. Að athöfninni lokinni sungu skátarnir ásamt foreldrum/forráðamönnum nokkra skátasöngva og var svo boðið upp á kaffi, kakó og kex. Þeir sem ekki komust á vígsluna verða svo vígðir á næsta fundi sem þeir komast á :) 

Skráning í skátana

Núna er komið að því að skrá alla skáta í skátafélagið. Skráning fer fram inn á www.skatar.felog.is. Mikilvægt er að allir skrái skátana sína sem fyrst. Ef þið eruð í vandræðum getið þið haft samband á kopar@kopar.is eða í síma 5544611 á opnunartíma skrifstofu. Skrifstofan er opin mánudaga – fimmtudaga frá 17:00-19:00.

Dagsferð drekaskáta 15. október

Á laugardaginn fóru drekaskátar í sína fyrstu dagsferð þetta starfsárið. Farið var að Vífilstaðavatni og gengið hringinn í kringum það. Á leiðinni var stoppað og unnin ýmis verkefni og þrautir. Alls mættu 18 dreksakátar sem stóðu sig rosalega vel :) Hópmynd við Vífilsstaðavatn  Veðrið var mjög gott og voru allir hressir og kátir.