12. nóvember síðastliðinn vígðust 17 drekaskátar inn í félagið okkar og fengu sinn fyrsta skátaklút. Drekaskátarnir stóðu sig rosalega vel og voru glöð með að fá loksins klútinn.

Að athöfninni lokinni sungu skátarnir ásamt foreldrum/forráðamönnum nokkra skátasöngva og var svo boðið upp á kaffi, kakó og kex.

Þeir sem ekki komust á vígsluna verða svo vígðir á næsta fundi sem þeir komast á 🙂 dsc02113
dsc02118