Skátastarf næstu vikuna vegna Covid-19

Sæl öll 

Eins og allir í samfélaginu stendur Skátafélagið Kópar frammi fyrir áskorun sem við vitum ekki alveg hvernig við eigum að takast á við. Á næstunni vonumst við til að fá leiðbeiningar frá bæjarfélaginu hvernig skal hátta tómstundastarfi. Á meðan við erum að átta okkur á þessari áskorun þá hefur stjórn Skátafélagsins Kópa tekið þá ákvörðun að fella við alla fundi skátafélagsins næstu vikuna þ.e. frá 16.-22.mars.
Næstu helgi munum við síðan taka stöðuna aftur og taka ákvörðun um framhaldið eftir aðstæðum þá. Skátar, foreldra og forráðamenn munu verða upplýstir í framhaldinu. Þessi ákvörðun er tekin út frá því að sumir af okkar sjálfboðaliðum eru nátengd fólki í áhættuhóp og að við viljum ekki leggja það á samvisku sjálfboðaliðanna að jafnvel smita börnin í starfi, þar sem að jú sjálfboðaliðarnir okkar eru út um allt í samfélaginu og umgengs fólk allstaðar að. 

Reyndir skátaforingjar eru þessa dagana að bregðast við þessum nýju aðstæðum og setja saman safn að skemmtilegum skátaverkefnum sem geta stytt skátum stundina á meðan að skátastarfið liggur niðri. Við munum dreifa þessum verkefnum á facebook síðu Skátafélagsins Kópa.

Við vonum að þið hafið skilning á þessum aðstæðum okkar og að þið farið vel með hvort annað þangað til við getum hist aftur að nýju. 

Ef það eru einhverjar spurningar sendið á kopar@kopar.is 

Skátakveðja, 

Stjórn skátafélagsins Kópa

Categories: Fréttir