Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar í skátaheimilinu okkar, Bakka, kl. 20:00.
Við hvetjum alla Kópa 14 ára og eldri, foreldra skáta í Kópum og aðra sem hafa rétt til setu á fundum til að taka þátt.

Dagskrá aðalfundar
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosningar
5. Önnur mál


Kjósa þarf 3 sæti í stjórn, félagsforingja, ritara og meðstjórnanda. Framboð til stjórnar þarf að hafa borist uppstillingarnefnd á uppstillingarnefnd@kopar.is viku fyrir aðalfund.
Lagabreytingartillögur verða að hafa borist til stjórnar á stjorn@kopar.is 10 dögum fyrir aðalfund, þær lagabreytingatillögur verða kynntar hér á síðunni um leið og þær berast.
Lög félagsins má finna hér: http://kopar.is/kopar/log-skatafelagsins/
Uppstillingarnefnd skipa:
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Jónína Aðalsteinsdóttir
Páll Kristinn Stefánsson
Óskar H. Níelsson