- – 13. mars 2022
Nú er félagsútilega þessa vetrar að bresta á. Förinni er heitið austur á Úlfljótsvatni þar sem ætlunin er að skemmta sér saman í góðra vina hópi.
Dagskrá helgarinnar verður með hefðbundnu sniði og munu karkkarnir taka þátt í póstaleik, næturleik og stórleik svo eitthvað sé nefnt. Við munum verja helginni að stórum hluta úti og er því mikilvægt að börnin komi með hlý og góð föt, gott er að hafa útbúnaðarlistann til hliðsjónar þegar pakkað er, einnig er gott að pakka með skátanum svo hann viti hvar eigi að leita í töskunni þegar hann er mættur í útileguna 🙂 Skátafélagið mun sjá um allan mat og rútuferðir til og frá Úlfljótsvatni.
Þátttökugjald er 10.000 krónur. Greitt er fyrir útileguna inn á sportabler, ef að þið eruð í vandræðum með skráningu getið þið sent póst á kopar@kopar.is
Við hlökkum til að sjá sem flesta og að eiga góða helgi saman!
Ef spurningar vakna, endilega sendið okkur línu á kopar@kopar.is
Skátakveðja,
Mótstjórn Félagsútilegunnar