Sæl öll,

Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Skátafélagið Kópar þurfti að aflýsa öllum skátafundum í síðustu viku, þar sem staðan hefur lítið breyst í samfélaginu munum við aflýsa öllum skátafundum komandi viku 12. – 18. október. Við tökum svo stöðuna aftur þá og fylgjumst vel með þeim tilmælum sem koma fram þangað til. 

Við munum senda út verkefni sem hægt er að gera heima við, svo endilega fylgist vel með okkur á facebook https://www.facebook.com/skfkopar og á instagram https://www.instagram.com/skfkopar/ 
En þar munum við koma með ýmsar hugmyndir að verkefnum. 

Einnig eru skemmtilegit netviðburðir á vegum Bandalagsins og annarra. Eins og Fjölskyldukakókviss  þann 15. október kl 17:00 og JOTA/JOTI 16.-18. október
En við munum auglýsa þessa viðburði inni á Facebook og Sportabler. 

Ef einhverjar spurningar vakna, ef þið eruð með skemmtilegar lausnir á skátafundum eða einfaldlega viljið spjalla þá er ekkert mál að senda á okkur, hvort sem það er í gegnum tölvupóst, facebook, instagram eða sportabler 😀