Sæl öll,

Eins og öllum er kunnugt erum við að standa aftur frammi fyrir skrítnum tímum, hertar takmarkanir og fjölgun smita í samfélaginu. Samkvæmt takmörkunum þá eru ekki neinar takmarkanir á starfi barna fædd 2005 og seinna ef fjöldinn er undir 30 manns.
Þar sem það hefur verið svolítið um smit í grunnskólum í Kópavogi upp á síðkastið og við höfum ekki fundið lausn til að geta haldið okkar starfi áfram undir þessum takmörkunum höfum við í Skátafélaginu Kópum ákveðið að aflýsa öllum fundum næst komandi viku 5. – 8. október 2020.
Þannig við getum áttað okkur almennilega á stöðunni og tekið ákvörðun um framhaldið í kjölfarið. Þessi ákvörðun er einnig tekin út frá því að sumir af okkar sjálfboðaliðum eru nátengd fólki í áhættuhóp og að við viljum ekki leggja það á samvisku sjálfboðaliðanna að jafnvel smita börnin í starfi, þar sem að jú sjálfboðaliðarnir okkar eru út um allt í samfélaginu og umgengst fólk allstaðar að.

Við vonum að þið hafið skilning á þessum aðstæðum okkar og að þið farið vel með hvort annað þangað til við getum hist aftur að nýju.

Ef það eru einhverjar spurningar sendið á kopar@kopar.is


Minnum einnig á STUÐKVÍ verkefnin sem hægt er að nálgast hér: https://skatarnir.is/studkvi/