Nú styttis í sumardaginn fyrsta og Kópar ætla að bjóða öllum Kópum og fjölskyldum þeirra í skátaheimilið okkar í opið hús milli 14:00-17:00! 🌞

Við ætlum að skella okkur í ratleik í dalnum og gæða okkur á heitu kakói og vöfflum.
Við munum einnig afhenda Heiðursmerki til sjálfboðaliða.

Komið klædd eftir veðri því við verðum eitthvað úti 🌳🌳🌳

Vonumst til að sjá sem flesta og tekið skal fram að börn verða að vera í fylgd foreldra eða annarra sem bera á þeim ábyrgð. 😀