Formlegur stofnfundur Skátafélagsins Kópar var haldinn þann 22. febrúar 1946 og var það jafnframt fyrsta félagið sem stofnað var í Kópavogi. Því fagnar skátafélagið okkar 70 ára afmæli nú í ár.

Í tilefni afmælisins ætlar félagið að standa fyrir fjölmörgum viðburðum á árinu og byrjum vði fjörið á Afmæliskvöldvöku þann 21. febrúar í Álfhólsskóla-Digranesi kl 17:00 – 19:30. Þar sjá félagar í skátafélaginu um að halda stuðinu uppi með alvöru skátakvöldvöku, afmælistertu og diskóteki fyrir alla Kópa, foreldra og systkini þeirra.

Þann 22. febrúar verður svo opið hús í skátaheimilinu okkar að Digranesvegi 79 kl. 18:30-20:00 þar sem öllum er velkomið að koma og fagna með okkur. Hægt verður að ganga um húsið og skoða myndir, mynjar og minningar úr starfinu frá síðastliðnum 70 árum.

Skátafundir falla niður mánudaginn 22.  febrúar en vikuna 23. – 29. febrúar er foreldrum velkomið að koma með skátunum sínum á fund, kynnast skátastarfinu og hafa gaman.

Síðar á árinu verða fleiri viðburðir á dagskrá og verður það auglýst þegar nær dregur.

Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma og fagna með okkur þessum skemmtilega áfanga í starfi skátafélagsins!

Kveðjur frá Afmælisnefnd.