Skráning í félagið hafin

Skráning í skátafélagið Kópa er hafin á skatar.felog.is   Drekaskátar 3 – 4. bekkur Baldintátur funda á mánudögum og Sléttuúlfar eru á miðvikudögum kl:17:00 – 18:30 Fálkaskátar 5 – 7. bekkur Stjörnudísir funda á mánudögum, Hattífattar eru á þriðjudögum og Ránfuglar eru á miðvikudögum kl:18:00 – 19:30 Dróttskátar 8 – 10. bekkur Read more…

Útilífsskóli Kópa

Skátafélagið Kópar býður upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur og sig, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Um er að ræða viku námskeið, frá mánudegi til föstudags. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára Read more…

Drekaskátadagurinn

  Drekaskátadagurinn verður haldinn sunnudaginn 5. mars næstkomandi þar sem allir drekaskátar á höfuðborgarsvæðinu hittast og fara saman í póstaleik. Að þessu sinni heldur skátafélagið Árbúar utan um daginn og auðvitað ætlum við í Kópum að fjölmenna. Mæting er við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa og endar dagurinn á sama stað. Dagurinn Read more…

Aðalfundur Kópa 2017

Aðalfundur Kópa 2017 Aðalfundur skátafélagsins Kópa verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi kl 20:00 í skátaheimili Kópa að Digranesvegi 79. Dagskrá : 1. Skýrsla stjórnar 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar 3. Lagabreytingar 4. Kosningar 5. Önnur mál Í kjöri eru 4 stöður í stjórn, aðstoðar félagsforingi, gjaldkeri, fulltrúi yngri kynslóðar Read more…